Viagra Boys – In Spite Of Ourselves
Sænsku töffararnir í Viagra Boys senda frá sér nýju plötuna sína Welfare Jazz í dag sem er fagnaðarefni fyrir alla tennisaðdáendur. Í laginu In Spite Of Ourselves taka þeir snúning á John Prine-laginu In Spite of Ourselves ásamt áströlsku pubbarokksprinsessunni Amyl úr Amyl & the Sniffers og það má segja að Stokkhólmsdjöflarnir hitti unga og hressa ömmu sína.