Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bóluefni AstraZeneca mögulega samþykkt fyrir mánaðarlok

08.01.2021 - 12:55
epa06014208 An image taken with a super wideangle lens shows an exterior view of the 'Le Berlaymont' building, hosting the EU Commission, in Brussels, Belgium, 07 June 2017.  EPA/OLIVIER HOSLET
Hús framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Mynd: EPA
Lyfjastofnun Evrópu gæti mögulega samþykkt leyfi til notkunar á bóluefni AstraZeneca við COVID-19 fyrir lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram í færslu stofnunarinnar á Twitter. Bóluefni AstraZeneca var þróað í samvinnu við Oxford-háskóla.

Eftir að lyfjastofnunin fékk send frekari gögn frá AstraZeneca er búist við því að fyrirtækið sendi inn formlega umsókn um markaðsleyfi í næstu viku. Mögulega má vænta svars við þeirri umsókn fyrir lok janúar, segir í færslunni.

Þegar hafa tvö bóluefni verið leyfð í Evrópu, annars vegar frá Pfizer og BioNTech og hins vegar bóluefni Moderna. Ísland fylgir Lyfjastofnun Evrópu að máli þegar kemur að bóluefnum við veirunni. Gert er ráð fyrir því í áætlunum stjórnvalda að Ísland fái 230.000 skammta af bóluefninu sem myndi duga til að bólusetja 115.000 Íslendinga.