
Bóluefni AstraZeneca mögulega samþykkt fyrir mánaðarlok
Eftir að lyfjastofnunin fékk send frekari gögn frá AstraZeneca er búist við því að fyrirtækið sendi inn formlega umsókn um markaðsleyfi í næstu viku. Mögulega má vænta svars við þeirri umsókn fyrir lok janúar, segir í færslunni.
After having received more data from the company, EMA is expecting Astra Zeneca to submit a conditional marketing application for its #COVID19vaccine next week. Possible conclusion - end of Jan, depending on data and evaluation progress. #EMAPublicMeeting2
— EU Medicines Agency (@EMA_News) January 8, 2021
Þegar hafa tvö bóluefni verið leyfð í Evrópu, annars vegar frá Pfizer og BioNTech og hins vegar bóluefni Moderna. Ísland fylgir Lyfjastofnun Evrópu að máli þegar kemur að bóluefnum við veirunni. Gert er ráð fyrir því í áætlunum stjórnvalda að Ísland fái 230.000 skammta af bóluefninu sem myndi duga til að bólusetja 115.000 Íslendinga.