Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Boeing greiðir 2,5 milljarða dala í sektir og bætur

08.01.2021 - 06:22
epa07737510 (FILE) - A Boeing 787-9 performs a demonstration flight during the opening day of the 53rd International Paris Air Show at Le Bourget Airport near Paris, France, 17 June 2019 (reissued 24 July 2019). Reports on 24 July 2019 state Boeing posted a 2nd quarter 2019 loss of 2,94 billion USD, mainly attributed to the grounding of its best selling Boeing 737 Max passenger plane. The plane was grounded by aviation regulators and airlines around the world in March 2019 after 346 people were killed in two crashes. The loss was Boeing's biggest in the last ten years.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA - RÚV
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fallist á að greiða ríflega 2,5 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur 316 milljörðum íslenskra króna, í bætur og sektir fyrir að hafa leynt upplýsingum um ástand 737 MAX flugvélanna eftir tvö mannskæð flugslys.

Um 500 milljónir bandaríkjadala renna til fjölskyldna þess fólks sem fórst í flugslysunum, og tæpar 244 milljónir eru sektargreiðslur. Loks greiðir Boeing þeim flugfélögum sem orðið hafa fyrir tjóni vegna kyrrsetningar vélanna samtals 1,8 milljarða dala. 

Rannsóknin sem leiddi til þessarar niðurstöðu var gerð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Saksóknarar sökuðu Boeing um að segja hálf-sannleika og stunda feluleik með mikilvægar upplýsingar.

Allar Boeing MAX-vélar voru kyrrsettar eftir að slysin, sem urðu í Indónesíu og Eþíópíu og kostuðu 346 mannslíf. Rekja mátti þau bæði til galla í tölvubúnaði stjórntækja vélanna.

David Burns, sitjandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir fyrirtækið hafa valið hagnað fram yfir heiðarleika með því að leyna flugmálayfrvöld upplýsingum um ástand vélanna.

David Calhoun framkvæmdastjóri Boeing viðurkennir það og segir þessa lausn þá einu réttu í málinu. Niðurstaðan sanni hve mikilvægt það sé að koma heiðarlega fram við eftirlitsstofnanir. Að því leyti hafi fyrirtækið brugðist skyldum sínum eftir slysin.

Málið fer ekki fyrir dómstóla standi Boeing við sitt og gefi fjársvikadeild dómsmálaráðuneytisins bandaríska reglulega skýrslu um framvindu mála.