Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

WHO kallar eftir auknum viðbúnaði vegna COVID-19

epa08326563 WHO European director Hans Kluge gives status on the Danish handling of coronavirus during a press breefing in Eigtved's Pakhus, Copenhagen, Denmark, 27 March 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/IDA GULDBAEK ARENTSEN DENMARK OUT
 Mynd: RITZAU SCANPIX - EPA-EFE
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur kallað eftir auknum viðbúnaði í Evrópu vegna hraðrar útbreiðslu þess afbrigðis kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi. Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að staðan í Evrópu væri mjög alvarleg.

„Þetta er mjög alvarleg staða, sem þýðir að tímabundið þurfum við að gera meira en áður til að tryggja öryggi fólks og fletja kúrfuna,“ sagði hann og bætti við að þótt það væri eðlilegt að veirur breyttust með tímanum væri áhyggjuefni að þetta afbrigði væri meira smitandi en önnur.

„Ef við ráðumst ekki í harðari aðgerðir er hætta á að álagið á heilbrigðiskerfin aukist enn frekar,“ sagði hann og mælti með grímunotkun, hertum samkomutakmörkunum, fjarlægðartakmörkunum og áherslu á handþvott. 

Um 27,6 milljónir Evrópubúa hafa greinst með COVID-19 og 603.000 látið lífið í álfunni. Staðan er sérstaklega slæm í Bretlandi þar sem Boris Johnson forsætisráðherra kynnti um helgina hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem þar hefur verið ráðist í síðan í mars á síðasta ári.  Flest Evrópuríki hafa takmarkað sérstaklega komu ferðamanna frá Bretlandi, vegna breska afbrigðisins. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV