Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Trump spyrst fyrir um heimildir til að náða sjálfan sig

07.01.2021 - 23:27
epa08925227 (FILE) - US President Donald J. Trump flanked by Secretary of Transportation Elaine Chao (L)speaks during a strategic and policy discussion with CEOs in the State Department Library in the Eisenhower Executive Office Building in Washington, DC, USA, 11 April 2017 (Reissued 07 January 2021). Transportation Secretary Elaine Chao announced that she will resign from her position following the riots that occured by supporters of US President inside the US Capitol on 06 January 2021 during the ratification of the 2020 Presidential election results. Chao is the first Cabinet level official to resign.  EPA-EFE/Olivier Douliery / POOL
 Mynd: EPA-EFE - ABACA POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur að undanförnu spurst fyrir heimildir til sjálfsnáðunar, að því er heimildarmenn CNN fréttastofunnar herma. Trump ku hafa spurt aðstoðarmenn sína um þetta og lögmenn, þar á meðal lögmann Hvíta hússins, Pat Cipollone.

Í frétt CNN segir að sum þessara samtala hafi verið á undanförnum vikum. Ekki liggur ljóst fyrir hvort forsetinn hafi bryddað upp á þessu eftir árásina á þinghúsið í gær. Heimildarmaður sem stendur Trump nærri segir að hann hafi beðið um lögfræðilegt mat á því hvort hann hafi vald til þess að náða sjálfan sig. Sami heimildarmaður segist ekki vita hvort forsetinn hyggist láta á þetta reyna. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það spyrst út að Trump hafi fært þetta í tal. Í frétt CNN er þessu lýst sem þráhyggju hjá forsetanum. Nýverið talaði bandamaður Trumps, Sean Hannity, um það í viðtalið við Fox-fréttastöðina að forsetinn ætti að láta slag standa og náða sjálfan sig. Þá hefur Trump sagt í færslum á Twitter að hann hafi náðunarvald yfir sjálfum sér.