Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Slökkvilið réð niðurlögum elds í Glerárskóla á Akureyri

07.01.2021 - 00:32
Eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri að kvöldi 6. janúar 2020. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson
Slökkviliðinu á Akureyri hefur tekist að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra er verið að reykræsta húsið en mikinn reyk leggur enn frá byggingunni.

Að sögn Ólafs er enn ekki vitað um eldsupptök en hann segir að eldvarnarhólf byggingarinnar virðast hafa haldið. Rafmagnslaust var í Glerárhverfi um hríð í kvöld en rafmagn er nú komið á að nýju.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
odinnso's picture
Óðinn Svan Óðinsson