Dregið var í aðra umferð í Gettu Betur sem fer fram 12. og 13. janúar á Rás tvö. 16 skólar fara áfram í næstu umferð. Það eru þeir 13 skólar sem sigra viðureignir sínar í fyrstu umferð ásamt þremur stigahæstu tapliðunum.
Líkt og í fyrra er Kristjana Arnarsdóttir spyrill og spurningahöfundar og dómarar eru Jóhann Alfreð Kristinsson, Laufey Haraldsdóttir og Sævar Helgi Bragason.
12. janúar
19:30 Verzlunarskóli Íslands mæti Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi
20:10 Fjölbrautarskólinn í Garðabæ mætir Menntaskólanum á Ísafirði
20:50 Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Fjölbrautarskóla Suðurlands
21:30 Kvennaskólinn í Reykjavík mætir Menntaskólanum á Egilsstöðum
13. janúar
19:30 Menntaskólinn í Kópavogi mætir Borgarholtsskóla
20:10 Menntaskólinn í Reykjavík mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
20:50 Tækniskólinn mætir Menntaskólanum að Laugarvatni
21:30 Menntaskólinn á Akureyri mætir Fjölbrautarskólanum við Ármúla