Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Enn óvissa hvenær íþróttakeppni hefst á ný

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir

Enn óvissa hvenær íþróttakeppni hefst á ný

07.01.2021 - 12:33
Enn er óvissa um það hvenær mótahald í íþróttum getur farið í gang hér á Íslandi á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Þórólfur var spurður af fotbolta.net á fundinum hvort keppni gæti hafist á nýju fljótlega. Ekkert hefur verið keppt í innanlandsmótum á Íslandi síðan í október. Þórólfur sagði Almannavarnir vera í stöðugu sambandi við íþróttahreyfinguna.

„Við erum í stöðugu sambandi við nánast alla aðila sem hafa orðið fyrir takmörkunum. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda faraldrinum niður en hafa takmarkanirnar ekki of íþyngjandi. Þetta er í stöðuri endurskoðun,“ sagði Þórólfur.

Núverandi takmarkanir yfirvalda gildi til 13. janúar. Afreksíþróttafólk hefur haft heimild til að æfa síðan um miðjan desember. En keppnishald hefur enn ekki verið leyft.

„Á þessu stigi vil ég ekki fara yfir það hvaða tillögur munu taka gildi þann 13. janúar. Við þurfum að fara mjög varlega. Það gildir um keppnisíþróttir eins og allt annað í þessu samfélagi,“ sagði Þórólfur.