Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Bandaríkjaþing hefur staðfest kjör Joes Bidens

epa08924152 Vice President Mike Pence (C-L) and Speaker of the House Nancy Pelosi (C-R) read the final certification of Electoral College votes cast in November's presidential election during a joint session of Congress after working through the night, at the Capitol in Washington, DC, USA, 07 January 2021. Violent protesters loyal to President Donald Trump stormed the Capitol, disrupting the process.  EPA-EFE/J. Scott Applewhite / POOL  POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Bandaríkjaþing staðfesti rétt í þessu að Biden hefði tryggt sér 306 kjörmenn í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump fékk 232 kjörmenn og Biden því næsti forseti Bandaríkjanna. Mike Pence varaforseti staðfesti kjörið formlega í þinghúsinu í Washington DC. nú á níunda tímanum.

Í yfirlýsingu segir Donald Trump, fráfarandi forseti, að ákvörðun þingsins marki endalok magnaðasta fyrsta kjörtímabils forseta í sögu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að hann sé ósáttur við úrslitin verði eðlileg stjórnarskipti þann 20. janúar.

„Þetta er þó aðeins upphafið að baráttunni um að gera Bandaríkin frábær á ný,“ bætir hann við. 

Kjörið var staðfest eftir tilraunir þingmanna Repúblikanaflokksins til að hafna úrslitum í Georgíu, Pennsylvaníu, Arizona, Nevada og Michigan. Þingið vísaði frá athugasemdum í þá veru að úrslit kosninganna í ríkjunum væru óréttmæt og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandarikjaþings, sagði á níunda tímanum að ekki væri ástæða til að ræða frekari efasemdir um réttmæti forsetakosninganna.