Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja

06.01.2021 - 09:57
epa08919766 A handout photo made available by the Saudi Royal Court shows Saudi Arabia's Crown Prince Mohammed bin Salman (R) welcoming the Emir of Qatar, Sheikh Tamim bin Hamad bin Khalifa Al-Thani (L) upon his arrival to attend the 41st annual six-member Gulf Cooperation Council (GCC) Summit at Al-Ula, some 1,040km East of Riyadh, Saudi Arabia, 05 January 2021. According to official Saudi sources, the 41st GCC Summit organized by Saudi Arabia on 05 January, will aim at unifying the path of Gulf countries. Saudi Arabia agreed on the reopening of its border with Qatar on 04 January evening. Qatar had been imposed with a diplomatic and travel boycott by Saudi Arabia and allies since 2017.  EPA-EFE/BANDAR ALJALOUD/SAUDI ROYAL COURT HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, (t.h) tekur á móti emírnum í Katar Sheikh Tamim bin Hamad bin Khalifa Al-Thani á flugvellinum í Al-Ula í Sádi-Arabíu í fyrradag. Mynd: EPA-EFE - SAUDI ROYAL COURT
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.

Stjórnvöld í Ríad tilkynntu í fyrradag að þau hefðu opnað landamæri sín að Katar og í gær var undirritaður samningur um sættir milli Katar og Egyptalands.

Ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja þessi tíðindi vekja vonir um að hægt verði að byggja á ný upp traust milli þeirra og Katar.

Harðvítugar deilur blossuðu upp milli ríkjanna fjögurra og Katar eftir ásakanir um náið samstarf stjórnarinnar í Doha við Íran og stuðning hennar við hryðjuverkastarfsemi, sem hún vísaði á bug. Var um tíma óttast að upp úr syði milli ríkjanna.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV