Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ossoff lýsir yfir sigri í Georgíu

epa08922145 Handout framgrab showing Democratic Senate candidate Jon Ossoff speaking as votes continue to be counted in Atlanta, Georgia, USA, 06 January 2021. Republican Senator David Perdue is running against Democrat Jon Ossoff and Republican Senator Kelly Loeffler is running against Democrat Rev. Raphael Warnock in the 05 January 2021 runoff election.  EPA-EFE/JON OSSOFF FOR SENATE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - JON OSSOFF FOR SENATE
Jon Ossoff, frambjóðandi Demókrata í Georgíu, hefur lýst yfir sigri í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó ekki viljað spá fyrir um úrslitin, of mjótt sé á munum. Ossoff var þó sjálfur ekki í vafa er hann þakkaði kjósendum í Georgíu.

Kosið var í Georgíu í gær um um tvö laus sæti í öldungadeildinni og segja miðlar vestanhafs að Demókratinn Raphael Warnock hafi tryggt sér annað og fari svo að kjör Ossoffs verði einnig staðfest hafa Repúblikanar misst meirihluta sinn í deildinni.

Hafa ekki átt þingmann í deildinni í tæp 20 ár

Demókratar hafa ekki átt öldungadeildarþingmann í Georgíu í tæp tuttugu ár, en hafa nú gert sér auknar vonir vegna naums sigurs Joe Biden í ríkinu í forsetakosningunum - sigurs sem Donald Trump hefur beitt öllum brögðum til að snúa. Báðir frambjóðendur Repúblikana styðja viðleitni Trumps um að ógilda úrslit forsetakosninganna.