Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Næsti utanríkisráðherra gagnrýnir handtökur í Hong Kong

Anthony Blinken utnanríkisráðherra Biden stjórnarinnar.
 Mynd: State dept./ AP Images
Antony Blinken verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að handtökur andófsfólks í Hong Kong séu árás á það hugrakka fólk sem berjist fyrir almennum mannréttindum.

Blinken heitir því að viðtakandi ríkisstjórn Bidens og Harris standi með íbúum Hong Kong og gegn brotum Kínverja á lýðræðislegu stjórnarfari.

Bandarískur lögfræðingur er meðal þeirra sem handtekin hafa verið í miklum aðgerðum kínverskra yfirvalda í Hong Kong. John Clancy, sem starfar fyrir lögfræðistofu sem sérhæfir sig í mannréttindamálum, var handtekinn fyrir niðurrifssarfsemi samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar.

Lögregla hefur staðfest að hann sé í haldi yfirvalda. Um fimmtíu andófsmenn voru handtekin í aðgerðunum í nótt.