Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mótmælendur ruddust inn í þinghúsið í Washington

06.01.2021 - 19:55
epaselect epa08923668 A person wears a gas mask as Pro-Trump protesters storm the grounds of the US Capitol, in Washington, DC, USA, 06 January 2021. Various groups of Trump supporters have broken into the US Capitol and rioted as Congress prepares to meet and certify the results of the 2020 US Presidential election.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, var forðað burt úr alríkisþinghúsinu í Washington í kvöld eftir að mótmælendur brutust í gegnum varnarvirki sem lögregla hafði sett upp og ruddust inn í þinghúsið. Algjört upplausnarástand ríkir á Pennsylvaniu breiðstræti. Sameinað þing Bandaríkjanna, öldunga- og fulltrúadeild, undir forsæti Mike Pence og Nancy Pelosi, kom saman á þingfundi í dag til að staðfesta kjör Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember.

Það er venjulega formsatriði en að þessu sinni hafa nokkrir þingmenn Repúblikana í báðum deildum boðað að þeir viðurkenni ekki úrslit í ríkjum þar sem litlu munaði. Búið er að gera þinghlé á fundinum eftir að kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag um að Pence hefði ekki hugrekki til þess að standa með honum og sjá til þess að úrslit kosninganna yrðu lýst ólögleg. Pence hafði áður lýst stuðningi við áform öldungadeildarþingmannanna um að staðfesta ekki forsetakjör Joe Bidens á þingfundinum.

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, tísti fyrir stuttu þar sem hann lýsir yfir stuðningi við lögreglu og hvetur fólk til að vera friðsælt en hann tjáði sig ekki um ástandið að öðru leyti.

Andrew Feinberg, fréttaritari Newsweek, birti þetta myndskeið af mótmælendum arka inn í þinghúsið í kvöld.

Viðmælandi CNN sem sýnir nú beint frá mótmælunum, lýsti atburðinum sem súrrealískum.

Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að horfa á beint streymi frá Washington frá ABC-fréttastofunni bandarísku. Fréttastofa vekur athygli á því að efnið hefur ekki verið klippt heldur er þetta bein útsending frá ástandinu nú eftir að mótmælendur hafa brotist inn í þinghúsið.

Þetta vitum við um ástandið í Washington