
Vilja alríkisrannsókn á símtali Trumps
Ted Lieu, þingmaður frá Kaliforníu, og Kathleen Rice, þingmaður New York, segja í bréfi til Christophers Wray forstjóra Alríkislögreglunnar að símtalið sanni kosningasvindl af hálfu Trumps.
Bandaríkjaforseti liggur undir þungu ámæli eftir að símtal hans við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og yfirmann kosningamála þar var lekið á netið.
Saksóknari segir af sér
Byung J. Pak saksóknari í Atlanta-borg í Georgíu sagði af sér í dag í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi hann harðlega í símtali við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu.
Trump fullyrti í símtalinu að Pak hefði snúist gegn sér en í saksóknarinn greinir ekki frá ástæðum afsagnarinnar í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag. Hann tilgreinir heldur ekki hvað hann hyggist fyrir í framtíðinni.
Pak segist hinsvegar þakklátur Trump fyrir að hafa fengið tækifæri til að sinna embætti saksóknara, sem hann hafi reynt að gera samviskusamlega og af eindrægni.