Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Vara við því að bíða með seinni skammt bóluefnis

05.01.2021 - 14:41
epa08376919 (FILE) - A view of signage of German biopharmaceutical company BionTech in Mainz, Germany, 18 March 2020 (reissued 22 April 2020). Reports on 22 April 2020 state the German regulatory body Paul-Ehrlich-Institute in a statement said they have authorized the first clinical trial of a vaccine against COVID-19 in Germany, developed by Biontech and US-based Pfizer. The Paul-Ehrlich-Institute also said 'it is a result of a careful assessment of the potential risk/benefit profile of the vaccine candidate.'  EPA-EFE/RONALD WITTEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýska lyfjafyrirtækið BioNTech varaði við því í dag að seinni skammtur bóluefnis gegn COVID-19 sé gefinn síðar en þremur vikum eftir fyrri skammtinn. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins sem AFP fréttaveitan greinir frá. Tilkynnt var í gær að Danir ætli að láta líða sex vikur á milli bólusetninga og Bretar í allt að tólf vikur.

Samkvæmt lyfjafyrirtækinu eru engin gögn sem sýna að öryggi og gagn bóluefnisins sé það sama ef beðið er lengur en þrjár vikur með að gefa fólki seinni skammtinn. 

Ákveðið var að láta svo langt líða á milli í Danmörku og Bretlandi til að hægt yrði að gefa fleirum fyrsta skammtinn. Slíkt hefur einnig verið til athugunar í Þýskalandi.

BioNTech þróaði bóluefnið í samstarfi við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer og er bólusetning hafin víða um heim, þar á meðal hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að samkvæmt rannsóknum veiti bólusetningin vörn í 95 prósentum tilvika og að þær rannsóknir miðist við að fólki séu gefnir tveir skammtar með 21 daga millibili. Öryggi og áhrif þess að láta lengra líða á milli hafi ekki verið rannsakað. Vitað sé að það skapist viss vörn allt að tólf dögum eftir fyrsta skammtinn en engin gögn séu til sem sýni vörn af fyrsta skammtinum, þegar meir en 21 dagur er liðinn síðan hann var gefinn. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir