Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Reykjavíkurborg hirðir ekki jólatré borgarbúa

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Þrettándinn er á morgun. Þá taka margir niður jólaskrautið og jólatréð. Borgin tekur ekki við jólatrjám. Það á að fara með þau í Sorpu eða borga íþróttafélögunum fyrir að sækja þau.

 

Reykjavíkurborg sækir ekki jólatré borgarbúa. Það þýðir því ekkert að henda þeim út á götu. Þetta segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg. Best sé að fara með þau beint í Sorpu eða fá íþróttafélögin til að sækja þau gegn greiðslu.

„Reykjavíkurborg hefur ekki tekið jólatré í mörg ár. Þetta er bara það sama og með flugeldana. Það er um að gera að fara með þau í Sorpu,“ segir Hjalti. Ef ekki er pláss í bílnum fyrir heilt tré sé hægt að klippa það niður.

„En síðan eru mörg íþróttafélög að bjóða þessa þjónustu. Ég hvet fólk til að heimsækja hverfavefinn sinn eða Facebook-síðu hverfisins. Þar eru örugglega upplýsingar um slík mál.“

 

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur