Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mikið svifryk á Akureyri – götur þvegnar og sópaðar

05.01.2021 - 15:40
Mynd með færslu
 Mynd: Akureyri.is
Svifryk hefur verið yfir heilsuverndarmörkum á Akureyri í mestallan dag. Brugðist er við með því að sópa og rykbinda helstu umferðargötur.

Það hefur verið talsverð svifryksmengun á Akureyri síðan klukkan níu í morgun eins og sjá má á loftgæðavef Umhverfisstofnunar.

Hjá Akureyrarbæ hefur verið unnið að því síðan í gær að stemma stigu við menguninni með því að sópa götur og rykbinda. Þess er vænst að þær aðgerðir beri árangur áður en langt um líður.

„Þangað til er rétt að vara þá við sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum að stunda mikla útivist í nágrenni við stórar umferðargötur,“ segir í tilkynningu á vef Akureyrrabæjar.