Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kennari ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku og barnaverndarlagabrot. Meint brot áttu sér stað á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi áreitt stúlkuna kynferðislega í gegnum Facebook.

Kennari stúkunnar

Maðurinn sem starfaði sem kennari stúlkunnar er ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 19. desember 2017 til 11. maí 2018 ítrekað áreitt stúlkuna kynferðislega í gegnum skilaboð á Facebook. Dv.is greindi fyrst frá málinu. 

Sakaður um að hafa sýnt ruddalegt og ósiðlegt athæfi

Þá er maðurinn sakaður um að hafa brotið barnaverndarlög með því að hafa á tímabilinu sent stúlkunni skilaboð með ummælum, táknum og myndefni þar sem hæðst er að jaðarsettum hópum s.s. á grundvelli fötlunar, þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar. Þannig hafi hann sýnt henni ruddalegt og ósiðlegt athæfi.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun.

odinnso's picture
Óðinn Svan Óðinsson