Á meðal þeirra tónlistamanna sem Magnús hefur starfað náið með síðustu misseri er Auðunn Lúthersson eða Auður eins og hann kallar sig. Margir þekkja til dæmis smellinn Fljúgðu burt dúfa eftir þá félaga sem kom út í lok síðasta árs.
Á meðal þeirra tónlistamanna sem Magnús hefur starfað náið með síðustu misseri er Auðunn Lúthersson eða Auður eins og hann kallar sig. Margir þekkja til dæmis smellinn Fljúgðu burt dúfa eftir þá félaga sem kom út í lok síðasta árs.
Auður kveðst þakklátur fyrir samstarf þeirra Magnúsar. „Hann hefur reynst mér mjög mikilvægur samstarfsaðili, ekki bara vegna þess að hann er rosalega flinkur hljóðfæraleikari og tónlistarmaður heldur er hann líka bara góður vinur,“ segir Auður. „Maður fattar það þegar maður hefur umgengist svona fólk að það er að lyfta manni. Ég er þakklátur fyrir að vera með honum.“
Guðrún Sóley Gestsdóttir ræðir við Magnús Jóhann Ragnarsson í Menningunni sem er á dagskrá klukkan 19:50.