Flugeldi var skotið inn um glugga á leikskóla í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Í dagbók lögreglu kemur ekki fram hvort eða hve mikið tjón varð á húsinu.
Í gærkvöldi handtók lögregla mann sem keyrði utan í vegrið í Kópavogi og ók síðan á braut. Maðurinn reyndist ítrekað hafa verið sviptur ökuréttindum auk þess sem hann var grunaður um ölvunarakstur.
Bíllinn skemmdist mikið en engin meiðsl urðu á fóki. Þremur léttum bifhjólum var stolið í gærkvöldi í Vesturbænum. Eigandinn heyrði þegar þeim ekið á braut og tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu.