Fimm tilkynningar hafa nú borist Lyfjastofnun um mögulegar alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við COVID-19. Fjórir hafa látist, allt gamalt fólk með undirliggjandi sjúkdóma en Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir litlar líkur á orsakasambandi milli bólusetningar og andlátanna.