Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Burðarpokar úr plasti bannaðir í búðum

05.01.2021 - 16:16
epa01183909 A shopper carries her shopping with free supermarket shopping bags in London, Britain, 27 November 2007. London councils want free plastic bags to be banned. They want shops to sell more environmentally friendly reusable bags instead. An
 Mynd: EPA
Búðir mega ekki lengur selja eða afhenda burðarpoka úr plasti. Reglur sem banna það tóku gildi um áramótin.

Einnig er bannað að bjóða upp á þunna plastpoka undir ávexti og grænmeti. Áfram má selja plastpokarúllur til heimilisnota í búðum.

Burðarpokar úr öðru efni en plasti, til dæmis pappír, maís eða taui, eru gjaldskyldir. Það þýðir að það þarf að borga fyrir þá. Það er gert að draga úr hættunni á að þeir verði einnota.

Þetta bann er í samræmi við tilskipun frá Evrópusambandinu um að draga skuli úr notkun plastpoka. Það er ein af fjölmörgum aðgerðum stjórnvalda til að minnka notkun á plasti, auka endurvinnslu á plasti og koma í veg fyrir plastmengun í sjónum.

Frá september 2019 hefur verið bannað að gefa burðarpoka í búðum. Með plastpokabanninu er gengið lengra í átt að minni pokanotkun.

 

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur