Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Biden sótti hart að Trump á kosningafundi

epaselect epa08919438 US President-elect Joe Biden appears during a campaign rally for Democrats Jon Ossoff and Raphael Warnock at the Georgia State University stadium parking lot  in Atlanta, Georgia, USA, 04 January 2020. Democrats Jon Ossoff and Raphael Warnock are running to unseat Republican US Senators David Perdue and Kelly Loeffler in a 05 January 2021 runoff election.  EPA-EFE/EDWARD M. PIO RODA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden tilvonandi forseti Bandaríkjanna sótti hart að Donald Trump á kosningafundi í Georgíu-ríki í gær. Biden varpaði þeirri spurningu fram hvers vegna Trump ásældist forsetaembættið áfram þótt hann vildi ekki sinna því sem skyldi.

Hvers vegna forsetinn eyddi tímanum í endalausan barlóm vegna meintra kosningasvika í stað þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu í nóvember eru mikil vonbrigði fyrir Repúblikana og Trump Bandaríkjaforseta enda hafa Demókratar ekki haft sigur þar síðan 1992. Trump kveðst sannfærður um að brögð hafi verið í tafli og að hann hafi í raun unnið yfirburðasigur. 

Skoðanakannanir sýna að mjótt er á munum með frambjóðendum flokkana í Georgíu en miklum fjármunum hefur verið farið í kosningabaráttuna. Mikið er í húfi enda skera úrslitin úr um yfirburðastöðu í öldungadeildinni og þar með möguleika forsetans að koma málum gegnum þingið.

Kosið verður í dag en á miðvikudag staðfestir þingið niðurstöður kjörmanna í forsetakosningunum. Það er venjulega aðeins formsatriði en að þessu sinni hyggst fjöldi þingmanna Repúblikana í báðum deildum gera athugasemdir við niðurstöðuna.