
Þrjú dauðsföll tilkynnt í kjölfar COVID-bólusetninga
Rúna sagði frá þessu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en Vísir greindi fyrst frá.
- Sjá einnig: Þórólfur: Óvíst hvort andlátin tengist bólusetningum
- Sjá einnig: Fimm tilkynningar um mögulegar alvarlegar aukaverkanir
„Óvist að það sé samhengi á milli bólusetninganna og dauðsfallanna. Það er ekkert sem bendir til orsakasamhengis. En þetta verður skoðað.“
Rúna segir að samtals hafi borist 16 tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar kórónuveirubólusetningar og af þeim hafi tíu verið heilbrigðisstarfsmenn. „Það eru allavegana fjórar sem eru alvarlegar aukaverkanir. Eitt var innlögn, þetta eru allt aldraðir einstaklingar með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Mikilvægt að hafa í huga að í þessari fyrstu umferð er verið að bólusetja viðkvæmasta hópinn,“ segir Rúna.
17:33: Fréttin hefur verið uppfærð. En skömmu eftir að hún var birt barst Lyfjastofnun tilkynning um þriðja andlátið.