Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19

epa08918146 Kimono clad young women offer prayers for prosperity for their companies and the economy during the start of the New Year at the Kanda Myojin Shrine in Tokyo, Japan, 04 January 2021. People visit the shrine on the first business days of the New Year to pray for prosperity in their business endeavors. Earlier in the day, Japan's Prime Minister Yoshihide Suga said the government may declare a state of emergency for Tokyo and surrounding prefectures following a surge in Covid-19 cases.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans boðar að lýst verði yfir neyðarástandi á Stór-Tókíósvæðinu vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins.

Þetta sagði forsætisráðherrann á árlegum nýársblaðamannafundi ráðuneytisins og greindi jafnframt frá því að vonir stæðu til að bólusetningar gegn COVID-19 hæfust í landinu í febrúar.

Hann yrði meðal þeirra fyrstu til að þiggja sprautu. Að svo búnu brýndi hann fyrir íbúum Tókíó að forðast ónauðsynlegar samkomur og að lögum yrði náð yfir þá verslunareigendur sem hunsuðu fyrirskipanir um styttan afgreiðslutíma.

Suga áréttaði jafnframt að Ólympíuleikarnir færu fram í borginni í sumar, til marks um sigur mannkyns yfir veirunni.