
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Í erindinu óska samtökin eftir upplýsingum um hvernig bólusetningum verður háttað hér á landi og hvort mögulega sé hægt að bólusetja námsmenn hér á landi áður en þeir snúa til baka til námslandanna.
„Það er rosalega mikil óvissa í þessu þannig að við vitum ekkert hvernig staðið verður að því þegar þar að kemur. Það getur verið misjafnt hvernig námsmenn eru skráðir inn í heilbrigðiskerfi viðkomandi landa. Sumir eru jafnvel ennþá skráðir hérna á Íslandi með lögheimili og eru heilbrigðistryggðir á grundvelli þessa evrópska sjúkratryggingakorts.“
Allur gangur sé á því hvort íslenskir námsmenn erlendis hafi aðgang að bólusetningu í námslandinu og staða faraldursins sé líka mjög misjöfn í hverju landi. Bent er á, í erindinu til sóttvarnasviðs, að námsmenn séu allajafna á þeim aldri að þeir eru ekki í forgangshópi og einungis sé verið að vekja athygli á stöðu námsmanna erlendis.
„Við erum ekki að biðja um neinn forgang eða neitt slíkt heldur bara óska eftir upplýsingum og benda á þessa stöðu ef að einhverjir möguleikar séu á því þá er þetta hópur sem mætti á einhverjum tímapunkti komast í bólusetningu.“