Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Litlar sem engar breytingar á fylgi flokka

04.01.2021 - 21:00
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Tæplega 58 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á fylgi flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins með rétt tæplega tuttugu og fjögurra prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Það er nánast sama fylgi og hann mældist með í síðasta Þjóðarpúlsi sem birtur var fyrir mánuði.

Fylgi flokka í Þjóðarpúlsi Gallup

Þjóðarpúls Gallup 4. janúar 2021 samanborið við síðasta Þjóðarpúls og kosningaúrslit 2017.

Sjálfstæðisfl.
Kosningar
25,3%
2. desember 2020
23,7%
4. janúar 2021
23,7%
Samfylkingin
12,1%
17,1%
17,0%
Píratar
9,2%
12,4%
11,9%
Vinstri græn
16,9%
11,8%
11,7%
Viðreisn
6,7%
9,7%
10%
Miðflokkurinn
10,9%
8,8%
9,1%
Framsóknarfl.
10,7%
8,6%
8,3%
Fl. fólksins
6,9%
4,1%
4,3%
Sósialistafl.
0%
3,7%
3,8%

Heimild: Netkönnun sem Gallup gerði dagana 1. desember 2020 til 3. janúar 2021. Heildarúrtaksstærð var 10.958 og þátttökuhlutfall var 51,5%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,2%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Stuðningur við Samfylkinguna mælist 17 prósent, Píratar eru með 11,9% fylgi, Vinstri græn 11,7%, Viðreisn mælist með tíu prósenta fylgi, Miðflokkurinn er með 9,1 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,3%, Flokkur fólksins 4,3% og Sósíalistaflokkurinn er með tæp 4 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 57,8% en hann var 59,7% síðast.

Allar breytingar frá síðustu könnun eru innan skekkjumarka.

Tæplega 80% þeirra sem spurðir voru nefndu flokk, 12% tóku ekki afstöðu eða vildu ekki gefa hana upp og 9% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.

Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 1. desember til 3. janúar.
 

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV