Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kennsl borin á konu sem fannst látin eftir jarðskriðið

04.01.2021 - 16:32
epa08918531 Rescue workers continue their efforts on the site of a major landslide that occurred in Ask, some 40 kilometers north of Oslo, Norway, 04 January 2021, after a major landslide destroyed several buildings on 30 December 2020. Seven people were found dead in the ruins, three are still missing. More than 1,000 people in the area have been evacuated.  EPA-EFE/TERJE PEDERSEN  NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB
Kennsl voru í dag borin á konu sem fannst látin í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Sjö hafa fundist látin eftir jarðskriðið 30. desember. Þriggja er enn saknað og hefur viðamikil leit staðið yfir. Í morgun lýstu skipuleggjendur leitarinnar því yfir að enn væri von um að finna fólk á lífi.

Konan sem kennsl voru borin á í dag var 31 árs og barnshafandi. Eiginmaður hennar og tveggja ára dóttir þeirra höfðu þegar fundist látin. Borin hafa verið kennsl á sex af þeim sjö sem hafa fundist látin.

Fréttin og fyrirsögnin hafa verið leiðréttar. Áður sagði að konan hafi fundist látin í dag. Hið rétta er að kennsl voru borin á hana í dag.