Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jarðskjálftar úti fyrir Kolbeinsey

04.01.2021 - 14:23
Mynd með færslu
Kolbeinsey Mynd: RÚV
Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð tæpa 76 kílómetra norður af Kolbeinsey laust eftir klukkan hálf níu í morgun. Eyjan er nyrsti punktur Íslands, um 74 kílómetra norðvestan við Grímsey.

Þrír aðrir jarðskjálftar mældust á sömu slóðum í nótt og morgun. Þeirra stærstur varð rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Sá var 3 að stærð, tæpa 68 kílómetra norður af Kolbeinsey.

Þá mældust tveir jarðskjálftar á tæpum klukkutíma snemma í morgun á sömu slóðum. Sá fyrri var 2,5 að stærð klukkan sex, rúma 55 kílómetra norðnorðaustur af Kolbeinsey og sá síðari klukkan rúmlega sjö, rúma 70 kílómetra norður af Kolbeinsey og var hann 2,9 að stærð.  

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV