Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Enginn liggur á Landspítala með COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Enginn liggur nú á Landspítala með virkt kórónuveirusmit, en þar liggja 22 sem hafa lokið einangrun eftir að hafa smitast af COVID-19.

Í færslu farsóttanefndar Landspítala á vefsíðu spítalans segir að nú séu 113 sjúklingar undir eftirliti COVID-19 göngudeildar. Þar af eru sjö börn.

Fyrir rúmum tveimur mánuðum, 25. október, lágu 52 á Landspítala með virkt COVID-19 smit og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Alls hafa 316 verið lagðir inn á sjúkrahús hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, þar af 53 á gjörgæslu.