Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Allir plastpokar eru nú bannaðir í verslunum

epa01183909 A shopper carries her shopping with free supermarket shopping bags in London, Britain, 27 November 2007. London councils want free plastic bags to be banned. They want shops to sell more environmentally friendly reusable bags instead. An
 Mynd: EPA
Um áramótin tóku gildi reglur sem banna afhendingu plastburðarpoka í verslunum hvort sem er gegn endurgjaldi eða ekki. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Til þess að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir poka eru einnota burðarpokar úr öðrum efniviði en plasti gjaldskyldir.

Þetta bann er í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum og ein af fjölmörgum aðgerðum stjórnvalda sem eiga að stuðla að minni notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og koma í veg fyrir plastmengun sjávar. 

Afhending burðarpoka án endurgjalds hefur verið óheimil í verslunum síðan í byrjun september 2019 og með þessum nýju reglum er stigið enn lengra skref í átt að minni pokanotkun.