Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Viðgerð lokið og rafmagn komið á

03.01.2021 - 23:52
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Viðgerð er lokið vegna bilunar sem olli rafmagnsleysi um nánast allt Vesturland og norður í Húnaþing vestra. Rafmagn er alls staðar komið á að nýju.

Rafmagnslaust var nánast um nánast Vesturland allt í kvöld og framan af nóttu. Bilunin náði allt norður í Húnaþing vestra.

Rafmagnsleysinu fylgdi mikil röskun á FM-útsendingum útvarps á svæðinu auk þess sem netsamband rofnaði. Truflun varð á Vatnshamralínu eitt sem olli truflun í dreifikerfi Rarik. Rétt fyrir tíu fór Hrútatungulína út sem olli rafmagnsleysi á Snæfellsnesi.

Keyrt var upp varaafl þar sem það var mögulegt. Rafmagn komst aftur á í Húnaþingi vestra á ellefta tímanum í kvöld. 

Fréttin var uppfærð kl. 03:14.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV