Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Spjöll unnin á húsum leiðtoga Bandaríkjaþings

epa08911571 Speaker of the House Nancy Pelosi responds to a question from the news media during a press conference in the US Capitol in Washington, DC, USA, 30 December 2020. Pelosi, who has served 17 years as Democrats' leader, is up for election as Speaker on 03 January 2021 when the new Congress is sworn in.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Krotað var á hús Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í dag og svínshöfuð og gerviblóð skilin eftir utandyra. Spjöll voru einnig unnin á húsi Mitch McConnells, leiðtoga Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings, í Kentucky.

Orðin „Hvar eru peningarnir mínir?" voru jafnframt krotuð á útidyr hússins. McConnell sagði í yfirlýsingu að skemmdarverk og stjórnmál byggð á ótta ættu ekki heima í samfélaginu.

Hann ávarpaði íbúa Kentucky-ríkis og kvaðst fagna þátttöku þeirra í lýðræðislegri umræðu, hvaða skoðun sem þeir hefðu. Pelosi hefur enn ekki tjáð sig um málið en lögregla í San Francisco segir málið í rannsókn.

Öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur ekki enn samþykkt frumvarp sem hefði fært hverjum Bandaríkjamanni 2.000 dala fjárstuðning, þrátt fyrir áskorun Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið en Mitch McConnell sagði á miðvikudag að öldungadeildin ætlaði ekki að færa auðugum vinum Demókrata peninga sem þeir þyrftu ekki á að halda.