Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Segir Skota ekki fá að kjósa um sjálfstæði á næstunni

03.01.2021 - 13:23
Britain's Prime Minister Boris Johnson leaves Downing Street for the State Opening of Parliament by Queen Elizabeth II, in the House of Lords at the Palace of Westminster in London, Thursday, Dec. 19, 2019.(AP Photo/Frank Augstein)
 Mynd: AP
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands muni ekki fara fram hjá þeirri kynslóð sem nú lifir. Skoskir ráðamenn hafa kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálstætt Skotland í kjölfar Brexit.

„Mín reynsla er sú að þjóðaratkvæðagreiðslur í þessu landi eru ekki sérlega gleðilegar. valda sundrung og ættu aðeins að fara fram einu sinni meðal hverrar kynslóðar,“ sagði Johnson.

Árið 2014 var kosið um útgöngu Skota úr Breska konungdæminu, en þá var niðurstaðan sú að Skotland skyldi áfram vera hluti af konungdæminu.

Nicola Sturegon, formaður Skoska þjóðarflokkssins sagði á sínum tíma að kosiningin væri einstakt tækifæri fyrir þjóðina og að niðurstaðan hefði verið algjört einsdæmi. Útganga Breta úr Evrópusambandinu sé annað tækifæri til að segja sig úr Beska konungdæminu. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós aukin stuðning við sjálfstæði Skota og hafa viðbrögð við aðgerðum stjórnvalda í London vegna faraldursins ýtt undir þann stuðning. 

„Of lengi hafa stjórnvöld ýtt Skotlandi í ranga átt. Hápunktur þess endurspeglast í Brexit málum. Það er engin furða að Skotar hafi fengið sig fullsadda,“ skrifaði hún á heimasíðu flokksins í gær. Hún bætti því við að Skotar vilji fylgja Evrópu eftir og segja skilið við Bretland.

Johnson hefur lýst yfir andstöðu sinni við að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en líklegt þykir að Sturegeon beiti hann þrýstingi, sérstaklega ef flokki hennar vegnar vel í komandi kosningum í Skotlandi.