Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ókeypis í strætó fyrir 11 ára og yngri

03.01.2021 - 11:31
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Frá og með deginum í dag geta börn 11 ára og yngri ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrst um sinn verður börnum sem eru 11 ára og yngri hleypt um borð í vagnana án fargjalds. Þegar „Klapp“, nýja greiðslukerfi Strætó, verður innleitt, þurfa öll börn að vera með sérstakt kort eða app sem verður skannað um borð í vagninum. Áætlað er að nýja greiðslukerfið verði tekið í notkun í apríl.

Samkvæmt nýrri gjaldskrá Stætó bs. hækkar fargjald að öðru leyti um 2,6 prósent í dag. Almennt staðgreiðslufargjald hækkar til dæmis um 10 krónur og er nú 490 krónur. Afsláttarfargjald, fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja, hækkaði um 5 krónur og er nú 245 krónur.