Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nancy Pelosi naumlega endurkjörin

epa08917854 US Speaker of the House Nancy Pelosi wields the Speaker's gavel after being re-elected as Speaker and preparing to swear in members of the 117th House of Representatives in Washington, USA, 03 January 2021.  EPA-EFE/ERIN SCOTT / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Nancy Pelosi var endurkjörin forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna í fjórða sinn, með naumum meirihluta í dag. Pelosi er áttræð og eina konan sem hefur gegnt þessu embætti.

Stjórnskipan Bandaríkjanna gerir ráð fyrir því að ef bæði forseti og varaforseti af einhverjum ástæðum forfallast í embætti taki forseti fulltrúadeildarinnar við. 

Fimm þingmenn Demókrata greiddu henni ekki atkvæði en niðurstaðan varð sú að Pelosi hlaut 216 atkvæði gegn 209 atkvæðum greiddum Kevin McCarthy leiðtoga Repúblikana.

Atkvæðagreiðslan tók nokkrar klukkustundir þar sem skipta þurfti þinginu í nokkra hópa af sóttvarnarástæðum.

Þingmenn fulltrúadeilarinnar eru 435 en nokkrir þingmenn eru í sóttkví vegna COVID-19 og enn á eftir að skera úr um úrslit í New York. Luke Letlow þingmaður frá Louisiana lést af völdum sjúkdómsins í síðustu viku.

Í þakkarávarpi sínu sagði Pelosi mikilvægasta verkefnið framundan vera að sigrast á faraldrinum og hún kvaðst þess fullviss að sigur næðist.