Lars Lökke Rasmussen var vonsvikinn þegar úrslit lágu fyrir í gærkvöld. Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi formaður hægri flokksins Venstre og forsætisráðherra, segir stjórnmálalíf í Danmörku botnfrosið og útiloki það alvarlega pólítíska samtal sem Danir þurfi á að halda.
Þetta kemur fram í aðsendri grein hans í sem birtist í BT í dag en hann sagði sig úr flokknum í gær. Løkke veltir fyrir sér hvort hann geti verið þekktur fyrir að yfirgefa stjórnmálaflokk sem hefur verið ríkulegur hluti af lífi hans í fjörutíu ár og gerast óháður þingmaður.
Hann kveður svo vera, þótt erfitt sé að horfast í augu við það, enda hafi stjórnmálin breyst og hugtökin hægri og vinstri séu verða úrelt, nú sé orðin til ný lína þvert á þær gömlu.
Sú lína snúist um jafnvægið milli þjóðríkja og umheimsins, viljann til umbóta gegn öryggi óbreytts ástands, opið samfélag í stað lokaðs. Løkke segist ekki sjá fyrir sér að núverandi landslag stjórnmálanna í Danmörku geti tekist á við þær áskoranir sem við blasi í nútímanum.