Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Indverjar veita tveimur bóluefnum neyðarleyfi

03.01.2021 - 07:27
epa08914908 A health worker holds a mock Covid-19 vaccine syringes during a dry run of Covid-19 vaccination at a government hospital in Jammu, India, 02 January 2021. According to news reports, Drug Controller General of India (DCGI) has approved the emergency use of coronavirus vaccine developed by AstraZeneca and Oxford University. Indian health authorities conducted a dry run of Covid-19 vaccination across India. India is world's second-hardest hit nation by the coronavirus disease pandemic.  EPA-EFE/JAIPAL SINGH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Indversk stjórnvöld hafa veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnis AstraZeneka og Oxford-háskóla og efnis þarlends lyfjaframleiðanda, Bharat Biotech.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá V.G. Somani yfirmanni lyfjaeftirlits á Indlandi. Búist er við að með leyfinu verði fljótlega hægt að hefja einhverja viðamestu bólusetningarherferð veraldar en Indverjar eru 1,3 milljarðar.

Þar í landi hafa 10,3 milljónir smitast og næstum 150 þúsund látist. Aðeins Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á heimsfaraldri kórónuveirunnar.