Bandarísk heilbrigðisyfirvöld velta nú fyrir sér að hraða bólusetningum með því að gefa einhverjum hálfan skammt af bóluefni Moderna.
Reuters-fréttastofan greinir frá þessu í dag og að ætlunin sé að beita þessari aðferð við fólk á aldrinum 18 til 55 ára.
Á Bretlandi er fyrirhugað að gera slíkt hið sama með bóluefni Pfizer-BioNTech og danskir sérfræðingar hafa stungið upp á að fara þá leið einnig. Líkt og er með önnur bóluefni þarf að sprauta fólk tvisvar með efninu frá Moderna.