Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Íhuga að helminga skammta bóluefna

03.01.2021 - 22:43
epa08914997 A healthcare worker vaccinates with a dose of the Pfizer-BioNTech vaccine against COVID-19 at the Santo Spirito Hospital in Rome, Italy, 02 Jannuary 2021.  EPA-EFE/FABIO FRUSTACI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld velta nú fyrir sér að hraða bólusetningum með því að gefa einhverjum hálfan skammt af bóluefni Moderna.

Reuters-fréttastofan greinir frá þessu í dag og að ætlunin sé að beita þessari aðferð við fólk á aldrinum 18 til 55 ára.

Á Bretlandi er fyrirhugað að gera slíkt hið sama með bóluefni Pfizer-BioNTech og danskir sérfræðingar hafa stungið upp á að fara þá leið einnig. Líkt og er með önnur bóluefni þarf að sprauta fólk tvisvar með efninu frá Moderna.