Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Höfnuðu kröfu um vald Pence til ógildingar atkvæða

Indiana Gov. Mike Pence introduces Republican presidential candidate Donald Trump at a rally in Westfield, Ind., Tuesday, July 12, 2016. (AP Photo/Michael Conroy)
 Mynd: AP
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ákvað í gær að hafna kröfu Louie Gohmert þingmanns Repúblikana og ákveðins stuðningsmanns Donalds Trump forseta um að staðfesta vald Mike Pence varaforseta til að ógilda niðurstöður forsetakosninganna.

Hefði krafan náð fram að ganga hefði Pence getað hafnað atkvæðum tiltekinna kjörmanna.

Þrír dómarar við áfrýjunarrétt í fimmta umdæmi, sem allir voru skipaðir af forsetum úr röðum Repúlikana, staðfestu þannig niðurstöðu alríkisdómara í Texas frá því á föstudag.

Embætti varaforsetans lagðist gegn málsókn Gohmerts og krafðist þess að málinu yrði vísað frá enda kæmi það varaforsetanum ekki við.

Lögum samkvæmt kjósa kjörmenn forsetann og reglurnar kveða á um að telja beri atkvæði kjörmannanna 6. janúar næstkomandi.

Joe Biden hlaut sjö milljónum fleiri akvæði en Trump í kosningunum 3. nóvember og 306 kjörmenn. Kjörmenn Trumps eru 232.