
Franskir hermenn féllu í Malí
Örfáum dögum fyrr fórust þrír hermenn með svipuðum hætti en alls hafa 50 franskir hermenn fallið í Malí frá því að Frakkar tóku að veita stjórnvöldum lið í baráttu við vopnaðar sveitir íslamista árið 2013.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti kveðst ákveðinn í að halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkum en hryðjuverkasamtök með tengsl við Al Kaída hafa lýst yfir ábyrgð á fyrri árásinni.
Ástæður árásarinnar segja talsmenn samtakanna vera birting skopmynda af spámanninum Múhammeð og stuðningur Macrons við það athæfi. Auk þess svíði þeim vera franskra hersveita í Malí. Um það bil 5.100 franskir hermenn berjast þar við hlið liðsveita frá Máritaníu, Tsjad, Búrkína Fasó, Níger og Malí.
Herinn hrifsaði til sín völdin í Malí í ágúst síðastliðnum og steypti Ibrahim Boubacar Keita forseta af stóli í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Kveikja mótmælanna voru meðal annars hrakfarir forsetans við að halda uppreisnarliðinu í skefjum.