Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Franskir hermenn féllu í Malí

03.01.2021 - 03:01
epa03550331 A photograph made available by the French Army Communications Audiovisual office (ECPAD) on 22 January 2013 shows a Malian soldier taking part in operation Serval to push back the Islamist rebels, Diabali, Mali, 19 January 2013. Malian troops
Nokkuð róstusamt hefur verið í Malí síðustu misseri og vígamenn gert nokkrar mannskæðar árásir á ári hverju.  Mynd: EPA
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.

Örfáum dögum fyrr fórust þrír hermenn með svipuðum hætti en alls hafa 50 franskir hermenn fallið í Malí frá því að Frakkar tóku að veita stjórnvöldum lið í baráttu við vopnaðar sveitir íslamista árið 2013. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kveðst ákveðinn í að halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkum en hryðjuverkasamtök með tengsl við Al Kaída hafa lýst yfir ábyrgð á fyrri árásinni.

Ástæður árásarinnar segja talsmenn samtakanna vera birting skopmynda af spámanninum Múhammeð og stuðningur Macrons við það athæfi. Auk þess svíði þeim vera franskra hersveita í Malí. Um það bil 5.100 franskir hermenn berjast þar við hlið liðsveita frá Máritaníu, Tsjad, Búrkína Fasó, Níger og Malí. 

Herinn hrifsaði til sín völdin í Malí í ágúst síðastliðnum og steypti Ibrahim Boubacar Keita forseta af stóli í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Kveikja mótmælanna voru meðal annars hrakfarir forsetans við að halda uppreisnarliðinu í skefjum.