Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Evrópusambandið styður við framleiðslu bóluefna

epa08692859 European Commissioner for Health Stella Kyriakides speaks during a news conference on the updated coronavirus disease (COVID-19) risk assessment, in Brussels, Belgium, 24 September 2020.  EPA-EFE/FRANCOIS LENOIR / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Evrópusambandið hyggst hlaupa undir bagga með lyfjafyrirtækjum svo þau geti aukið framleiðslu sína á bóluefnum, til að koma í veg fyrir að dráttur verði á afhendingu þeirra.

Sérfræðingar óttast að smitum og dauðsföllum af völdum COVID-19 eigi eftir að fjölga á næstunni í kjölfar hátíðahalda um jól og áramót.

Stella Kyriakides heilsu- og matvælaöryggisstjóri Evrópusambandsins segir ekki hægt að kenna sambandinu um tafir við afhendingu bóluefna. Vandinn liggi í hve hægt gengur að framleiða nægilega mikið til að mæta eftirspurninni en með aðstoð muni sá vandi leysast smám saman.

Hertar reglur sem eiga að verða til að draga úr útbreiðslu kórónuveirufaraldursins gengu í gildi víða um heim í gær. Nú hafa yfir 1,8 milljón látist af völdum COVID-19 um allan heim samkvæmt tölum frá AFP-fréttastofunni.