Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Björguðu gæludýrum af rýmingarsvæðinu í nótt

03.01.2021 - 04:49
epa08916138 Rescue crews in Ask in Gjerdrum, Norway, 02 January 2021. Several homes have been taken by the landslide that occurred on 30 December and several people are missing and three have been confirmed dead. More than 1,000 people in the area have been evacuated.  EPA-EFE/Fredrik Hagen NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB
Leitinni að þeim sex sem enn er saknað í bænum Ask hefur verið haldið áfram í nótt með aðstoð hunda og dróna, að því er fram kemur í samtali Gisle Sveen, aðgerðastjóra lögreglunnar við norska ríkisútvarpið. Leitin hefur enn ekki borið árangur.

Hann greindi einnig frá því að slökkviliðsmenn sóttu í nótt gæludýr í hús á rýmingarsvæðinu í bænum. Sveen segir að haldið verði áfram að sækja dýr meðan það telst öruggt og nægur mannskapur verður í verkið.