Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Slasaðist við Sólheimajökul

02.01.2021 - 15:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Göngumaður óskaði eftir aðstoð við Sólheimajökul eftir hádegið í dag. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður og gekk til móts við sjúkrabílinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi féll maðurinn um tvo metra. Hann kom sér sjálfur niður af jöklinum og í veg fyrir sjúkrabíl sem flutti hann á slysadeild í Reykjavík. Meiðsli hans liggja ekki fyrir að svo stöddu en talsverður viðbúnaður var vegna slyssins af hálfu björgunarfólks. Vísir greindi fyrst frá slysinu. 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV