Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

OPEC-ríkin ákveða hve mikið verði framleitt af olíu

02.01.2021 - 06:29
epa08348372 Pump jacks operate in the oil fields near Midland, Texas, USA, at sunrise 07 April 2020. Midland, Texas is a city in western Texas, part of the Permian Basin area. Low oil prices are reportedly causing also the gas prices to drop dramatically.  EPA-EFE/LARRY W. SMITH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fulltrúar Samtaka olíuframleiðsluríkja og samstarfsríkja þeirra funda á mánudaginn til að ákveða hve mikið skulu framleiða af olíu í febrúar. Vonir standa til að eftirspurn eftir olíu fari vaxandi eftir mikinn samdrátt á síðasta ári.

Verð tók að hækka undir lok ársins en enn ríkir mikil óvissa um eftirspurn. Á síðasta fundi ákváðu samtökin að auka olíuframleiðslu um hálfa milljón tunna í janúar.

Jafnframt var samþykkt að fundað skyldi í upphafi hvers mánaðar svo hægt væri að áætla olíuþörfina hverju sinni. Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á þótti samtökunum duga að funda tvisvar á ári.