Mynd: RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.
Nýir samningar um akstur strætisvagna á landsbyggð
02.01.2021 - 08:35
Framkvæmd á akstri strætisvagna á landsbyggðinni breyttist nokkuð um áramót. Þá tóku nýir aðilar við rekstri vagna á stórum hluta landsins. Vegagerðin bauð aksturinn út með öðrum hætti en áður. Fyrrum voru einstakar leiðir boðnar út en nú var aksturinn boðinn út í fjórum hlutum.
Óskað var eftir tilboðum í Vestur- og Norðurland, Norður- og Norðausturland, Suðurland og Suðurnes. Tilboði SBA var tekið í akstur á Norður- og Norðausturlandi en annar akstur féll Hópbílum í skaut. Austurbrú, samtök sveitarfélaga á Austurlandi, hafa áfram umsjón með akstri strætisvagna á Austurlandi og áfram verður samið við verktaka um einstakar akstursleiðir á Vestfjörðum. Þó er stefnt að því að bjóða aksturinn á Vestfjörðum út síðar sem sem sérstakt útboðssvæði.