Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Læknir segir hættuástand um allt England

02.01.2021 - 12:51
Erlent · Bretland · COVID-19 · England · Írland · Evrópa
epa08911436 Ambulance workers outside St Thomas' hospital in London, Britain, 30 December 2020. Coronavirus cases are continuing to surge across England with hospital admissions reaching new highs. More Covid patients tare now being treated in England than during the first wave in April.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir 50.000 greinast með COVID-19 á hverjum degi í Bretlandi. Læknir í Englandi býst við að janúar og febrúar verði erfiðustu mánuðir sem heilbrigiðisstarfsfólk hefur upplifað á sínum ferli.

Í fjóra daga í röð hafa greinst yfir 50.000 smit á dag í Bretlandi. Álagið á heilbrigiðiskerfið er gríðarlegt. Megan Smith, læknir og ráðgjafi hjá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS, segir að gjörgæsudeildir séu víða fullar. „Það er hættuástand um allt land, ekki aðeins í Lundúnum,“ segir Smith. Hún segir að sjúklingarnir sem þurfa innlögn núna hafi smitast fyrir tveimur til þremur vikum. Enn eigi heilbrigiðiskerfið því eftir að taka á móti þeim sem smituðust yfir hátíðarnar. 

„Ég held að janúar og febrúar verði erfiðustu og verstu mánuðir sem flest heilbrigðisstarfsfólk hefur upplifað á sínum starfsferlsi,“ segir Smith. 

Skólar áfram lokaðir eftir frí

Skólastarf átti að hefjast að nýju á mánudag í grunnskólum á Englandi en því var breytt seint í gær. Allir grunnskólar eiga nú að vera áfram lokaðir í tvær vikur eða til 18. janúar. Kennarasamband Bretlands vill að stjórnvöld gangi enn lengra og hvetur til þess að skólar á öllum stigum verði lokaðir til þess átjánda. 

Í nágrannaríkinu Írlandi fjölgar smitum hratt. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi vara við því að faraldurinn sé að fara úr böndunum. Fjöldi smitaðra og sjúkrahúsinnlagnir tvöfaldast á viku til tíu daga fresti, skrifar Philip Nolan formaður neyðarteymis sóttvarnaryfirvalda á Írlandi á Twitter. Tölur frá því í gær sýna 9.000 smit en daginn áður voru 4.000.