
Hnífstunguárás í miðborginni og svefn í golfskála
Nokkuð var um innbrot og þjófnaði úr íbúðum og verslunum auk þess sem brotist var inn í golfskála í Garðabæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Sá sem að verki var þóttist sofandi þegar lögreglu bar að garði en hann var handtekinn og færður í fangageymslu.
Bifreið var stöðvuð í Kópavogi í gærkvöldi en báðir þeir sem í henni sátu neituðu að hafa setið undir stýri. Lögreglumenn grunar að þeir hafi skipt um sæti en báðir voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Undir miðnætti kölluðu menn á vegum tollgæslunnar eftir aðstoð lögreglu en þeir veittu bifreið eftirför sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum þeirra, inni á merktu svæði gæslunnar í Kópavogi.
Lögregla gaf ökumanni bifreiðarinnar merki um að nema staðar sem hann gerði eftir stutta eftirför. Hann verður kærður fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum.
Tvennt var handtekið í gærkvöldi eftir átök í heimahúsi í miðborginni. Lögreglu barst sömuleiðis fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði vegna sprenginga af völdum flugelda í öllum hverfum.