
Dauði manns í Minneapolis verður rannsakaður í þaula
Á vef BBC er greint frá því að lögreglumennirnir stöðvuðu för Dolals Idd, svarts manns á þrítugsaldri, við bensínstöð í borginni. Vert er að vara við myndskeiðinu sem fylgir með fréttinni.
Upptökurnar sýna lögreglumennina skipa manninum að stöðva bíl sinn og lyfta upp höndum. Skömmu síðar kveða við skothvellir en vitni og lögreglumennirnir sjálfir segja Idd hafa hleypt fyrst af en lögregla skaut hann til bana.
Kona sem var með Idd í bílnum hlaut ekki skaða af, né heldur lögreglumennirnir. Haft er eftir Medaria Arradondo lögreglustjóra að hann telji upptökuna sýna að Idd hafa skotið fyrst, sömuleiðis hafi skotvopn fundist á staðnum.
Nokkur mannfjöldi safnaðist saman við bensínstöðina daginn eftir, þar á meðal faðir Idds sem fullyrti að hörundslitur sonar hans hafi valdið því að hann var skotinn til bana. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis segir málið verða rannsakað í þaula.