Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Dauði manns í Minneapolis verður rannsakaður í þaula

epa07252244 One of the Ford Explorer police cruisers that Mohamed Noor and Officer Harrity were in on the night Justine Diamond was shot and killed by Minneapolis officer Noor in July 2017, is seen parked in a parking lot in Minneapolis, USA, 28 December 2018. A re-enactment by police is planned to be staged on 28 December at the same time and place the shooting occurred.  EPA-EFE/ANDY CLAYTON-KING AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: Andy Clayton-King - EPA
Lögregluyfirvöld í Minneapolis birtu upptökur úr búkmyndavél lögreglumanns sem átti þátt í aðgerðum á miðvikudag sem leiddu til dauða manns. Það er í fyrsta sinn sem lögregla verður nokkrum að bana í borginni síðan George Floyd dó í maí síðastliðnum. Í kjölfar andláts hans blossuðu upp mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víða um heim.

Á vef BBC er greint frá því að lögreglumennirnir stöðvuðu för Dolals Idd, svarts manns á þrítugsaldri, við bensínstöð í borginni. Vert er að vara við myndskeiðinu sem fylgir með fréttinni.

Upptökurnar sýna lögreglumennina skipa manninum að stöðva bíl sinn og lyfta upp höndum. Skömmu síðar kveða við skothvellir en vitni og lögreglumennirnir sjálfir segja Idd hafa hleypt fyrst af en lögregla skaut hann til bana.

Kona sem var með Idd í bílnum hlaut ekki skaða af, né heldur lögreglumennirnir. Haft er eftir Medaria Arradondo lögreglustjóra að hann telji upptökuna sýna að Idd hafa skotið fyrst, sömuleiðis hafi skotvopn fundist á staðnum.

Nokkur mannfjöldi safnaðist saman við bensínstöðina daginn eftir, þar á meðal faðir Idds sem fullyrti að hörundslitur sonar hans hafi valdið því að hann var skotinn til bana. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis segir málið verða rannsakað í þaula.