Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Loftið „mjög gott“ á höfuðborgarsvæðinu

01.01.2021 - 14:37
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Loftið á höfuðborgarsvæðinu er nú „mjög gott“, samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Rétt eftir miðnætti og fram til klukkan sex í morgun var loftið mjög slæmt eftir flugeldaskothríð. Þá var vindhraði aðeins metri á sekúndu og loftið kalt, en við slíkar aðstæður verður nær engin loftblöndun. Loftið komst svo á hreyfingu í morgun og síðan þá hafa loftgæðin aukist verulega.

Myndskeiðið hér að neðan var tekið á Álftanesvegi í nótt. Þar var nær ekkert skyggni, enda þokuloft í bland við mengunina. 

Mynd: RÚV / RÚV

Hér að neðan má svo sjá brot af flugeldadýrðinni í logninu í nótt.

Mynd: RÚV / RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV